Lífið

Fengu síma og inneign frá Og vodafone

Og Vodafone og Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra (FSFH) hafa gert samning um gjöf á 15 farsímum til allra nemenda í 4. til 10. bekk á táknmálssviði Hlíðaskóla. Nemendurnir fá jafnframt mánaðarlega inneign í formi "Og Vodafone Frelsis-skafkorta" og geta sent SMS og MMS skeyti án endurgjalds þar til skólagöngu í Hlíðaskóla lýkur. Skafkortið gerir nemendum mögulegt að senda 30 SMS og 30 MMS á dag án endurgjalds. Þá fylgir hverju korti 1.990 króna inneign.Vesturhlíðarskóli fær ennfremur tvo farsíma að gjöf. Farsímar skipta þá sem hafa táknmál sem sitt fyrsta tungumál sívaxandi máli í samskiptum við aðra, en heyrnalausir og heyrnaskertir nota SMS skilaboð umtalsvert til þess að miðla upplýsingum sín á milli eða til annarra. Farsímar hafa því opnað þessum hópum nýjan heim þegar kemur að samskiptum við annað fólk. Það á ekki síst við um nemendur í Vesturhlíðarskóla, sem er táknmálssvið Hlíðaskóla, en þar nema heyrnadauf börn á aldrinum 6 til 16 ára. Um 250 hafa táknmál sem fyrsta tungumál hér á landi og þar af eru um 30 börn, en undanfarin ár hafa að meðaltali fæðast um  það bil tvö heyrnarlaus börn á ári hér á Íslandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.