Lífið

Náið ykkur niður á Strákunum

Strákarnir (Auddi, Sveppi og Pétur) ætla að bjóða þeim áhorfendum Stöðvar 2 sem finnst sér misboðið að taka út gremju sína á þeim á föstudaginn kemur, 3. júní. Strákarnir verða á Lækjartorgi (við klukkuna) á slaginu 12 á hádegi þar sem þeir koma til með að selja rjómatertur og egg sem fólk getur keypt og síðan grýtt þá með. Allur ágóði rennur óskiptur til langveikra barna. Strákunum þykir leitt ef þeir hafa sært nokkurn eða gengið fram af einhverjum með dagskrárgerð sinni en hún er fyrst og fremst gerð til að gleðja fólk.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.