Lífið

Leiktæki fyrir ofurhuga

Alvöru ofurhugar létu rigningu ekki aftra sér frá því að mæta í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum sem opnaður var í dag. Það gekk á með rigningardembum í Adrenalíngarðinum og voru um tíu manns í þeim afþreyingum sem garðurinn hefur upp á að bjóða þegar Stöð 2 bar að garði. Alls mættu þó rúmlega 200 manns að sögn Óskars Helga Guðjónssonar, framkvæmdastjóra garðsins, en aðgangur var ókeypis frá klukkan eitt til fimm í dag. Garðurinn byggir á virkni þátttakenda ólíkt því sem þekkist í tívolígörðum með vélknúnum tækjum. Meðal þess sem boðið er upp á eru hópefli, hellaferðir, fjallahjólreiðar, ratleikir, ísklifur, jöklaferðir og kajakferðrir. Hægt er lesa allt um Adrenalíngarðinn og það sem hann hefur upp á að bjóða á síðunni Adrenalín.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.