Sport

Higgins burstaði Hendry á Masters

Skotinn John Higgins átti ekki í vandræðum með landa sinn Stephen Hendry á Masters-mótinu í ballskák sem fram fer í Lundúnum. Higgins vann hinn sjöfalda heimsmeistara, 6-2, og er því kominn í undanúrslit á mótinu. "Ég trúði ekki hversu mörgum skotum Stephen klikkaði á," sagði Higgins. "Ég var búinn að búa mig undir mjög erfiða viðureign en Stephen komst einfaldlega aldrei almennilega í gang." Higgins mætir Peter Ebdon í undanúrslitum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×