Erlent

Írakar handteknir í Þýskalandi

Yfirvöld í Þýskalandi greindu frá því í vikunni að þrír Írakar búsettir í landinu hefðu verið handteknir, grunaðir um stuðning við starfsemi Ansar al-Islam, samtaka herskárra múslima sem talin eru tengjast al Qaida-hryðjuverkanetinu. Samkvæmt upplýsingum saksóknara eru mennirnir sakaðir um að hafa útvegað fé til starfsemi Ansal al-Islam. "Féð var notað til að fjármagna hryðjuverkaárásir í Írak á vegum samtakanna og til að styrkja skipulagsinnviði þeirra," segir í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×