Erlent

Hamfarir í Chile

Stjórnvöld í Chile reyndu í gær allt sem í þeirra valdi stóð til að hindra frekari hörmungar og hlú að þeim sem um sárt eiga að binda eftir að öflugur jarðskjálfti, 7,9 á Richter, skók dreifbýlt hérað í Andesfjöllum í norðurhluta landsins í fyrrinótt. Skjálftinn varð að minnsta kosti tíu manns að fjörtjóni og olli miklu tjóni á mannvirkjum. Vegir voru víða í sundur vegna jarðhruns. Reynist mælingin á styrkleika skjálftans rétt er þetta þriðji öflugasti skjálftinn sem orðið hefur í heiminum síðan fljóðbylgjuskjálftinn mikli varð í Indlandshafi um jólin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×