Erlent

Öflugur skjálfti í Afríku

Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir Austur-Afríku fyrir rétt um klukkutíma síðan. Upptök skjálftans voru um fimmtíu og fimm kílómetra frá Kongó en ekki er enn vitað hvort mannfall hafi orðið eða miklar skemmdir á mannvirkjum. Íbúar í nágrenni skjálftans segja hann hafa verið geysiöflugan og jarðvísindamenn óttast að hann hafi valdið miklum skaða. Skrifstofubyggingar í Nairobi í Kenía voru rýmdar strax eftir skjálftann, en Nairobí er heila níu hundruð kílómetra frá upptökum skjáftans. Þá varð hans líka vart í Kígalí, höfuðborg Rúwanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×