Erlent

Réttað yfir hryðjuverkahópi í Hollandi

Réttarhöld hófust í dag yfir fjórtán mönnum í Hollandi sem sakaðir eru um að tilheyra róttæku íslömsku hryðjuverkaneti, svokölluðum Hofstad-hópi sem hefur aðsetur í Haag. Meðal hinna ákærðu er Mohammed Bouyeri sem þegar afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh.

Um er að ræða prófmál fyrir hollenskum dómstólum þar sem ákært er samkvæmt nýjum hryðjuverkalögum. Tveir mannanna eru einnig ákærðir fyrir að hafa reynt að myrða lögreglumenn með handsprengju og þá er sá þriðji einnig ákærður fyrir brot á vopnalögum. Ef mennirnir verða sakfelldir eiga þeir yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×