Erlent

Verjendur Saddams gengu út

MYND/AP

Verjendur Saddams Hússein gengu fyrir stundu út úr réttarsalnum í mótmælaskyni. Réttarhöldin voru rétt að hefjast þegar lögfræðingarnir gengu út. Til snarpra orðaskipta kom, þar sem lögfræðingarnir gagnrýndu öryggisaðstæður og réttmæti réttarhaldanna. Dómarinn neitaði að hlusta á rök verjendanna og þeir brugðust ókvæða við og gengu út. Saddam sjálfur fagnaði ákvörðun þeirra mjög og öskraði yfir réttarhöldin ,,lengi lifi arabíska ríkið." Þá stóð fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar einnig upp og kallaði ,,Lengi lifi Saddam."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×