Erlent

Fiskveiðikvótar aldrei minni

Norðmenn hafa komist að samkomulagi við Evrópusambandið um fiskveiði í Norðursjó árið 2006. Veiðin verður sú minnsta nokkru sinni. Norska ríkisútvarpið segir að þorskkvótinn í Norðursjó minnki úr 27.300 tonnum í 23.205 tonn á næsta ári og það sé minnsti kvóti sem nokkru sinni hafi verið veiddur.

Kvótinn á norðursjávarsíld hefur einnig verið minnkaður. Á næsta ári verður heimilt að veiða tæp 450 þúsund tonn sem er 15 prósentum minna en í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×