Lífið

Lokamyndin fær glimrandi dóma

Nýjasta myndin í Stjörnustríðsröðinni, Hefnd sithanna, fær glimrandi dóma í kvikmyndatímaritinu Variety í dag. Fyrri myndirnar tvær fengu heldur lélega dóma en kvikmyndarýnir blaðsins segir þriðju myndina í nýju röðinni vera bestu myndina frá lokamynd fyrri raðarinnar sem kom út fyrir tveimur áratugum. Tæknibrellurnar eru sagðar stórkostlegar, og það sem meira er: handriti og leik er hrósað. Myndin verður frumsýnd hér á landi 27. maí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.