Innlent

Hálka og hálkublettir víða um land

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og ýmist eru hálkublettir eða snjóþekja á vegum um mest allt Suðurland. Á Vesturlandi og á Vestfjörðum er víðast hálka og hálkublettir. Í nágrenni Patreksfjarðar er verið að hreinsa vegi en það er sumsstaðar þæfingsfærð. Verið er að opna Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar. Á Norður-, Norðaustur-, og Austurlandi er víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja einkum á fjallvegum. Víðast hvar er þó autt meðfram ströndinni í þessum landshlutum. Á Suðausturlandi er þæfingsfærð á Öxi og krapi er á vegi vestan Kvískerja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×