Innlent

Annar drengjanna enn á sjúkrahúsi

Mynd/Pjetur

Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru að fikta við eldfiman vökva í Grafarvogi 20. nóvember síðastliðinn er enn á Landsspítalanum-háskólasjúkrahúsi en hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu yfir á Barnaspítala Hringsins. Drengurinn brenndist töluvert á andliti, höndum og líkama en líðan hans er eftir atvikum góð. Ekki er þó enn ljóst hvenær hann mun verða útskrifaður af deildinni. Hinn drengurinn, sem brenndist einkum á höndum og í andliti, fór heim fyrir jól en hann dvaldi á Barnaspítala Hringsins. Drengirnir eru báðir á 14. aldursári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×