Innlent

Víðast hálka fyrir vestan

Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þæfingsfærð er í nágrenni Patreksfjarðar en þar er unnið að því að hreinsa vegi. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar verða mokaðar fyrir hádegi.

Snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum og raunar um mestallt Suðurland. Í öðrum landshlutum er víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja á fjallvegum en víðast hvar autt með ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×