Erlent

Pakistanar búa sig undir veturinn

Maður í þorpi nærri Jhelum-dalnum sem er austur af borginni Muzaffarabad sem varð mjög illa úti í skjálftanum 8. október.
Maður í þorpi nærri Jhelum-dalnum sem er austur af borginni Muzaffarabad sem varð mjög illa úti í skjálftanum 8. október.

Hundruð þúsunda Pakistana undirbúa sig nú fyrir kaldasta tíma vetrarins sem senn gengur í garð. Lítil sem engin hjálp hefur borist stórum hluta þessa fólks eftir jarðskjálftana í síðasta mánuði sem urðu um sjötíu þúsund manns að bana.

Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að fólk verði að koma niður úr fjöllunum á hlýrri svæði þar sem sett hafa verið upp neyðarskýli en illa hefur gengið að fjármagna hjálparstarfsemina og þar af leiðandi ekki til peningur til að koma hjálp upp til fjalla til þeirra sem þar búa.

Hjálparstarfsemi gekk mun betur eftir hamfarirnar í Asíu á annan dag jóla í fyrra en ýmsir segja það vegna þess að þúsundir Vesturlandabúar hafi lent í þeim hamförum og samstaðan á Vesturlöndum hafi því verið meiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×