Erlent

750 bókatitlar í bókasjálfsala

Svíar eru líklega fyrsta Evrópuþjóðin til að setja upp bókasöfn í sjálfsölum. Borgarbókasafnið í Stokkhólmi ætlar að koma sér upp slíkum sjálfsölum á nokkrum stöðum þar sem umferð er mikil.

Þetta kom fram á vef­útgáfu Svenska dag­bladet í gær. Hugmyndin kemur frá bókasafninu í Lidingö, þar sem einfaldir bókasafnssjálfsalar hafa verið settir upp í vegg, svipað og hraðbankar. Titlarnir eru um 750 og um 500 bækur hafa verið teknar að láni að meðaltali í hverjum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×