Erlent

Samísku börnin sögð harðari

Sami með hreindýr. Samísku börnin hafa marga fullorðna í kringum sig sem allir láta að sér kveða í uppeldinu í samræmi við hefðir Samanna.
Sami með hreindýr. Samísku börnin hafa marga fullorðna í kringum sig sem allir láta að sér kveða í uppeldinu í samræmi við hefðir Samanna.

Samísk börn eru sögð harðari af sér en önnur norsk börn. Niðurstöður doktorsrannsóknar benda til að þau þoli líkamlegan sársauka mun betur en jafnaldrar þeirra í Noregi.

Þetta kom fram á fréttavef norska blaðsins Dagbladet. Samísku börnin voru alin upp í fjölskyldum þar sem haldið var fast í hefðir Sama og því nefnd eftir fullorðnum ættingjum eða vinum. Þetta fólk er virkt í uppeldi barnanna ásamt foreldrunum.

"Niðurstöðurnar sýna að í fjölskyldum þar sem foreldrarnir eru harðir við börn sín veita þessir fjölskylduvinir þeim mýkt og ástúð. Þeir veita líka foreldrunum aðhald í foreldrahlutverkinu," segir vísindamaðurinn sem gerði rannsóknina. Samísk börn una sér vel ein án þess að finnast þau einmana en í norskum leikskólum er börnum kennt að vera með öðrum. "Einmanaleikinn er svo nokkuð sem mörg þeirra takast á við allt sitt líf," segir höfundur rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×