Erlent

Vesturbakka og Gaza lokað

Harmur. Ættingjar árásarmannsins Lofti Abu Saada voru að vonum harmi slegnir þegar þeir fréttu hvað hann hefði gert.
Harmur. Ættingjar árásarmannsins Lofti Abu Saada voru að vonum harmi slegnir þegar þeir fréttu hvað hann hefði gert.

Ísraelsk yfirvöld hófu í gær refsiaðgerðir gegn Palestínumönnum fyrir sjálfsmorðs­árás samtakanna Heilagt stríð í bænum Netanya í fyrradag sem kostaði fimm mannslíf. Vesturbakkanum og Gaza-svæðið voru lokuð af og fimm­tán herskáir Palestínumenn voru teknir höndum.

Ísraelskir embættismenn segja líklegt að á næstunni verði liðsmenn Heilags stríðs ráðnir af dögum þar sem til þeirra næst. Ísraelska lögreglan sætir gagnrýni fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir árásina á mánudaginn en lögreglumenn voru á staðnum en hikuðu við að skjóta árásarmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×