Erlent

Ósamkvæmur sjálfum sér

Þrýstingur á Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, um að segja af sér fer vaxandi eftir að yfirvöld voru gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við flóðbylgjunni í Indlandshafi í fyrra. Sænskir fjölmiðlar vitnuðu í gær í ævisögu hans frá árinu 1997 þar sem hann ræðir um það hvers vegna stjórnmálamenn eigi að segja af sér eða ekki.

"Við erum mörg, bæði stjórnendur og stjórnmálamenn, sem höfum fengið á baukinn og samt setið áfram. Það væri betra ef fólk tæki hatt sinn og staf og segði af sér. Oft tekur þá við betra líf," segir hann í bókinni. Persson hefur lýst því yfir að hann segi ekki af sér í framhaldi af gagnrýni undanfarinna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×