Samskip hyggja á landvinninga 5. febrúar 2005 00:01 Gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfsemi Samskipa erlendis og jókst veltan um fjörutíu prósent á síðasta ári. Félagið hyggur á frekari landvinninga, meðal annars langt inn í Rússland og í Asíu. Undanfarin ár hefur vöxtur skipafélagsins aukist jafnt og þétt. Hagnaður af fyrirtækinu árið 2003 var 366 milljónir króna og áætlaðar rekstrartekjur er um 24 milljarðar. Þá er félagið nýbúið að taka við fyrsta sérsmíðaða íslenska kaupskipinu í áratug og annað verður afhent í þessum mánuði. Segja má að starfsemi Samskipa sé skipt í tvennt, annars vegar starfsemi á Íslandi og hins vegar starfsemi á erlendri grundu, en henni er stjórnað frá höfninni í Rotterdam. Vöxtur félagsins hefur einkum verið í erlendri starfsemi. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir að umsvif erlendis hafi aukist jafnt og þétt undanfarin ár og nú sé svo komið að Samskip séu komin með fimmtán fyrirtæki í fimmtán löndum og reki skrifstofur á um 30 stöðum fyrir utan Ísland. Samskip nýta einkum heimamenn á starfssvæðum sínum en keypt hafa verið upp félög sem voru í fullum rekstri. Ásbjörn að fyrirtækið hafi farið óhikað í landvinninga og náð þannig í aukna markaðshlutdeild. Samskip eru með skip, gáma, flutningbíla og járnbrautarlest í sínum rekstri og er nýtingin góð að sögn Ásbjörns. Meðal þeirra svæða sem Samskip hefur siglt til eru olíuvinnslusvæðin við Kaspíahaf, Túrkmenistan og þar um slóðir, en Samskip sjá sóknarfæri í Rússlandi og í Asíu þar sem félagið hefur komið sér upp skrifstofum. Ásbjörn segir að félagið sjái mörg tækifæri í Rússlandi og Austur-Evrópu og þar sé starfsemi þess umtalsverð. Í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum vinni um 150 manns fyrir félagið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfsemi Samskipa erlendis og jókst veltan um fjörutíu prósent á síðasta ári. Félagið hyggur á frekari landvinninga, meðal annars langt inn í Rússland og í Asíu. Undanfarin ár hefur vöxtur skipafélagsins aukist jafnt og þétt. Hagnaður af fyrirtækinu árið 2003 var 366 milljónir króna og áætlaðar rekstrartekjur er um 24 milljarðar. Þá er félagið nýbúið að taka við fyrsta sérsmíðaða íslenska kaupskipinu í áratug og annað verður afhent í þessum mánuði. Segja má að starfsemi Samskipa sé skipt í tvennt, annars vegar starfsemi á Íslandi og hins vegar starfsemi á erlendri grundu, en henni er stjórnað frá höfninni í Rotterdam. Vöxtur félagsins hefur einkum verið í erlendri starfsemi. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir að umsvif erlendis hafi aukist jafnt og þétt undanfarin ár og nú sé svo komið að Samskip séu komin með fimmtán fyrirtæki í fimmtán löndum og reki skrifstofur á um 30 stöðum fyrir utan Ísland. Samskip nýta einkum heimamenn á starfssvæðum sínum en keypt hafa verið upp félög sem voru í fullum rekstri. Ásbjörn að fyrirtækið hafi farið óhikað í landvinninga og náð þannig í aukna markaðshlutdeild. Samskip eru með skip, gáma, flutningbíla og járnbrautarlest í sínum rekstri og er nýtingin góð að sögn Ásbjörns. Meðal þeirra svæða sem Samskip hefur siglt til eru olíuvinnslusvæðin við Kaspíahaf, Túrkmenistan og þar um slóðir, en Samskip sjá sóknarfæri í Rússlandi og í Asíu þar sem félagið hefur komið sér upp skrifstofum. Ásbjörn segir að félagið sjái mörg tækifæri í Rússlandi og Austur-Evrópu og þar sé starfsemi þess umtalsverð. Í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum vinni um 150 manns fyrir félagið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira