Lífið

Prinsinn ekki feigur

Vilhjálmur prins komst í hann krappan í gær þegar flugvél sem hann var í mistókst tvisvar sinnum að lenda vegna vonskuveðurs. Svo slæm voru veðurskilyrðin að flugmaðurinn neyddist til þess að tilkynna farþegunum að hann hefði ekki séð flugbrautina fyrr en hann væri lentur, ef hann hefði látið til skarar skríða. Prinsinn var þó ískaldur eins og hans er von og vísa og að sögn sjónarvotta svitnaði hann ekki einu sinni. Flugmaðurinn segist aldrei á ferli sínum hafa lent í slíku veðri áður og segir það ótrúlega tilviljun að veðrið hafi sýnt slíkan ofsa þegar prinsinn var um borð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.