Innlent

Kvartað yfir slæmri umgengni

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa fengið kvartanir vegna athafnasvæðis BM Vallár á Reyðarfirði. Einkum hefur verið kvartað yfir bleytu og for á svæðinu en einnig frágangi mannvirkja. Málið hefur ítrekað komið á borð bæjaryfirvalda og var Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, kallaður á fund umhverfismálanefndar til að gera grein fyrir framtíðaráformum fyrirtækisins í Fjarðabyggð. Árni Steinar Jóhannsson, verkefnisstjóri umhverfisverkefnis Fjarðabyggðar, segir að BM Vallá hafi verið að vinna í að bæta ástandið en Reyðfirðingum og bæjaryfirvöldum hafi þótt lagfæringarnar taka of langan tíma. Í bókun umhverfismálanefndar Fjarðabyggðar frá 24. febrúar segir: "Útlit húsanna við Ægisgötu verður fært til betri vegar samanber umsókn og samþykkt umhverfisnefndar á síðasta fundi. Þá mun BM Vallá lagfæra þak bifreiðaverkstæðis að Strandgötu 7 og mála húsið. BM Vallá mun hér eftir ekki láta standa upp á sig með umgengni og frágang sinna eigna á Reyðarfirði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×