Öryrki í kjölfar fæðingar 8. mars 2005 00:01 Þrítug móðir er öryrki vegna vanrækslu í kjölfar fæðingar á Landspítalanum fyrir rúmu ári. Hún hefur síðan þjáðst af miklum og stöðugum verkjum en fengið þau svör frá spítalanum að þar sé verkjameðferð að leggjast af vegna fjárskorts. Fæðingardagur dótturinnar Sögu varð í senn einn stærsti gleðidagur í lífi móðurinnar en um leið upphafið að átakanlegri sjúkrasögu. Eftir fæðinguna varð Hekla Guðmundsdóttir fyrir alvarlegum taugaskemmdum út frá þvagblöðru en hún hafði ofþanist. Þegar það uppgötvast daginn eftir voru um fjórir lítrar í henni. Þetta er rakið til vanrækslu þar sem verklagsreglum var ekki fylgt. Afleiðingarnar hafa reynst hrikalegar fyrir Heklu. Stöðugir verkir út frá kviðarholi, sem leitt hafa út í fótleggi og upp eftir hrygg, hafa gert hana ófæra til að sinna flestum verkum. Framtíðardraumar hennar og eiginmannsins, Ómars Hilmarssonar, hafa allir breyst. Óvíst er hvort Hekla geti eignast fleiri börn eins og ætlunin var. Áður vann hún hjá innflutningsfyrirtæki og við förðun, hafði lært bæði snyrtingu og markaðsfræði og í frístundum stundað líkamsrækt og jóga. Núna getur Hekla ekki einu sinni leyft sér stutta gönguferð. Hún getur aðeins gengið um 50-300 metra á dag. „Ég get ekki farið í bíó eða leikhús því ég á mjög erfitt með að sitja vegna verkja í rófubeini. Ég get ekki sinnt heimilisstörfum ... og síðast en ekki síst get ég ekki sinnt barninu mínu sem ég var náttúrlega búin að hlakka mikið til að vera með,“ segir Hekla og nefnir sem dæmi að hún hafi aldrei farið út að ganga með dóttur sína í barnavagni. Móðir Heklu og vinkona skiptast á um að annast dótturina meðan faðirinn aflar heimilinu tekna. Á meðan leitar hún eftir aðstoð velferðarkerfisins. Hafnarfjarðarbær hefur ítrekað hafnað henni um heimilishjálp og þegar hún leitaði eftir meiri læknishjálp voru svörin þau að sérhæfð verkjameðferð væri að leggjast af vegna fjárskorts. Sjálf þurfa hjónin ungu samtímis að glíma við tekjutap og mikil útgjöld vegna lyfja og sjúkraþjálfunar. Og það er spurt. Hvar er velferðarkerfið þegar á reynir? „Læknisþjónustan og félagslega þjónustan eru í rauninni bara grundvallarmannréttindi af þessum hluta. Það er alveg nóg að geta ekki sinnt hefðbundnum heimilisstörfum og hugasð um barnið sitt, þó svo maður sé ekki að berjast fyrir því að fá ásættanlega heilbrigðisþjónustu,“ segir Hekla. Hekla verður gestur þeirra í Íslandi í dag annað kvöld ásamt Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur, sérfræðingi í hjúkrun verkjasjúklinga. Fréttir Innlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Þrítug móðir er öryrki vegna vanrækslu í kjölfar fæðingar á Landspítalanum fyrir rúmu ári. Hún hefur síðan þjáðst af miklum og stöðugum verkjum en fengið þau svör frá spítalanum að þar sé verkjameðferð að leggjast af vegna fjárskorts. Fæðingardagur dótturinnar Sögu varð í senn einn stærsti gleðidagur í lífi móðurinnar en um leið upphafið að átakanlegri sjúkrasögu. Eftir fæðinguna varð Hekla Guðmundsdóttir fyrir alvarlegum taugaskemmdum út frá þvagblöðru en hún hafði ofþanist. Þegar það uppgötvast daginn eftir voru um fjórir lítrar í henni. Þetta er rakið til vanrækslu þar sem verklagsreglum var ekki fylgt. Afleiðingarnar hafa reynst hrikalegar fyrir Heklu. Stöðugir verkir út frá kviðarholi, sem leitt hafa út í fótleggi og upp eftir hrygg, hafa gert hana ófæra til að sinna flestum verkum. Framtíðardraumar hennar og eiginmannsins, Ómars Hilmarssonar, hafa allir breyst. Óvíst er hvort Hekla geti eignast fleiri börn eins og ætlunin var. Áður vann hún hjá innflutningsfyrirtæki og við förðun, hafði lært bæði snyrtingu og markaðsfræði og í frístundum stundað líkamsrækt og jóga. Núna getur Hekla ekki einu sinni leyft sér stutta gönguferð. Hún getur aðeins gengið um 50-300 metra á dag. „Ég get ekki farið í bíó eða leikhús því ég á mjög erfitt með að sitja vegna verkja í rófubeini. Ég get ekki sinnt heimilisstörfum ... og síðast en ekki síst get ég ekki sinnt barninu mínu sem ég var náttúrlega búin að hlakka mikið til að vera með,“ segir Hekla og nefnir sem dæmi að hún hafi aldrei farið út að ganga með dóttur sína í barnavagni. Móðir Heklu og vinkona skiptast á um að annast dótturina meðan faðirinn aflar heimilinu tekna. Á meðan leitar hún eftir aðstoð velferðarkerfisins. Hafnarfjarðarbær hefur ítrekað hafnað henni um heimilishjálp og þegar hún leitaði eftir meiri læknishjálp voru svörin þau að sérhæfð verkjameðferð væri að leggjast af vegna fjárskorts. Sjálf þurfa hjónin ungu samtímis að glíma við tekjutap og mikil útgjöld vegna lyfja og sjúkraþjálfunar. Og það er spurt. Hvar er velferðarkerfið þegar á reynir? „Læknisþjónustan og félagslega þjónustan eru í rauninni bara grundvallarmannréttindi af þessum hluta. Það er alveg nóg að geta ekki sinnt hefðbundnum heimilisstörfum og hugasð um barnið sitt, þó svo maður sé ekki að berjast fyrir því að fá ásættanlega heilbrigðisþjónustu,“ segir Hekla. Hekla verður gestur þeirra í Íslandi í dag annað kvöld ásamt Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur, sérfræðingi í hjúkrun verkjasjúklinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira