Innlent

Æfingaflug flutt á Sandskeið

Æfinga- og kennsluflug verður flutt á Sandskeið. Fjárveiting liggur fyrir til að leggja þar þúsund metra langa flugbraut með bundnu slitlagi. Á Sandskeiði hefur í áratugi verið miðstöð svifflugs á Íslandi. Þar er grasflugbraut en einnig malarflugbraut. Nú eru horfur á að starfsemi á Sandskeiði muni eflast á næstu árum. Í nýgerðu samkomulagi samgönguráðherra og borgarstjóra vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar er ákvæði um að komið verði upp nýrri aðstöðu fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug. Og það er einmitt Sandskeið sem virðist nú hafa orðið fyrir valinu. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórna, er búið að hanna þar 1000 metra flugbraut sem lögð verður bundnu slitlagi og er hún tilbúin til útboðs. Fjárveiting liggur þegar fyrir og er þess aðeins beðið að Kópavogsbær samþykki aðalskipulag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×