Erlent

Eitt verka Munch stórskemmt

Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Sjálf verkin fundust í fórum ræningjanna. Eitt þeirra, steinþrykk af sænska leikskáldinu Strindberg, er mikið skemmt eftir að þjófarnir misstu það í gólfið en að sögn norska ríkisútvarpsins er 40 sentimetra langur skurður eftir því endilöngu. Enginn hinna handteknu hefur langan sakaferil að baki og því telur lögreglan að þeir hafi stolið verkinu fyrir einhverja aðra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×