Holskefla í bílainnflutningi 8. mars 2005 00:01 Bílainnflutningsæði hefur gripið Íslendinga og bíða fleiri hundruð þeirra nú eftir notuðu bílunum sem þeir hafa keypt frá Bandaríkjunum. Allt upp í nokkurra mánaða bið er hjá skipafélögunum eftir flutningi. Innflutningurinn hefur rokið upp úr öllu og eru Flugleiðir sem dæmi hættir að taka við pöntunum um flutning á bílum þaðan. Lágt gengi Bandaríkjadals gagnvar íslensku krónunni veldur því að nú vilja menn kaupa notaða bíla frá Bandaríkjunum í stórum stíl. Samkvæmt upplýsingum sem Stöð 2 hefur aflað sér eru það ekki síst verðmeiri bílar sem menn reyna að krækja í því þannig geti þeir hugsanlega hagnast mest. Í dag var krónan sterkari gagnvart Bandaríkjadal en hún hefur verið í tólf ár. Hjá Eimskipafélaginu fengust þær upplýsingar að yfirbókað væri í næstu 2-3 ferðir frá Bandaríkjunum og nú bíði líklega 200-300 bílar vestra eftir flutningi til Íslands. Staðan er núna þannig á þeim bæ að þeir sem panta flutningspláss fyrir bíla frá Bandaríkjunum fá þau svör að ekki sé víst að hægt verði að afhenda þá fyrr en í maí eða júní. Hjá Atlantsskipum segja menn að þeir hafi aldrei séð annað eins í þessum efnum. Það sé fullfermi í öllum ferðum. 30-40 bílar séu fluttir milli Bandaríkjanna og Íslands í viku hverri en með því að flytja bíla líka með samstarfsfyrirtækjum í Bandaríkjunum til annarra hafna í Evrópu og þaðan til Íslands takist að halda afgreiðslufresti í 4-6 vikum. Samskip beitir svipaðri aðferð, það er að flytja bíla frá Bandaríkjunum til Evrópuhafna með stórum skipum og síðan með sínum eigin stóru skipum þaðan til Íslands en eftirspurnin eftir flutningsplássi hjá Samskipum er mikil. En menn flytja ekki bara bíla með skipum heldur líka flugvélum sem er ekki svo mikið dýrara. Einn til þrír bílar fara með fraktflugi með Flugleiðum frá Bandaríkjunum til Íslands í viku en biðlistinn er orðinn þannig að þar er hætt að taka við pöntunum í augnablikinu. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bílainnflutningsæði hefur gripið Íslendinga og bíða fleiri hundruð þeirra nú eftir notuðu bílunum sem þeir hafa keypt frá Bandaríkjunum. Allt upp í nokkurra mánaða bið er hjá skipafélögunum eftir flutningi. Innflutningurinn hefur rokið upp úr öllu og eru Flugleiðir sem dæmi hættir að taka við pöntunum um flutning á bílum þaðan. Lágt gengi Bandaríkjadals gagnvar íslensku krónunni veldur því að nú vilja menn kaupa notaða bíla frá Bandaríkjunum í stórum stíl. Samkvæmt upplýsingum sem Stöð 2 hefur aflað sér eru það ekki síst verðmeiri bílar sem menn reyna að krækja í því þannig geti þeir hugsanlega hagnast mest. Í dag var krónan sterkari gagnvart Bandaríkjadal en hún hefur verið í tólf ár. Hjá Eimskipafélaginu fengust þær upplýsingar að yfirbókað væri í næstu 2-3 ferðir frá Bandaríkjunum og nú bíði líklega 200-300 bílar vestra eftir flutningi til Íslands. Staðan er núna þannig á þeim bæ að þeir sem panta flutningspláss fyrir bíla frá Bandaríkjunum fá þau svör að ekki sé víst að hægt verði að afhenda þá fyrr en í maí eða júní. Hjá Atlantsskipum segja menn að þeir hafi aldrei séð annað eins í þessum efnum. Það sé fullfermi í öllum ferðum. 30-40 bílar séu fluttir milli Bandaríkjanna og Íslands í viku hverri en með því að flytja bíla líka með samstarfsfyrirtækjum í Bandaríkjunum til annarra hafna í Evrópu og þaðan til Íslands takist að halda afgreiðslufresti í 4-6 vikum. Samskip beitir svipaðri aðferð, það er að flytja bíla frá Bandaríkjunum til Evrópuhafna með stórum skipum og síðan með sínum eigin stóru skipum þaðan til Íslands en eftirspurnin eftir flutningsplássi hjá Samskipum er mikil. En menn flytja ekki bara bíla með skipum heldur líka flugvélum sem er ekki svo mikið dýrara. Einn til þrír bílar fara með fraktflugi með Flugleiðum frá Bandaríkjunum til Íslands í viku en biðlistinn er orðinn þannig að þar er hætt að taka við pöntunum í augnablikinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira