Lífið

Karlhóra komin til landsins

Karlhóra er komin til landsins. Hún segist vera reiðubúin að taka að sér verkefni, bæði í þeim geira og hjá Clint Eastwood. Leikarinn Rob Schneider er staddur á landinu til að kynna nýjustu kvikmynd sína, Deuce Bigalow, European Gigalo. Sérstök forsýning er í kvöld í Smárabíói þangað sem hann mun mæta en hann var spenntur fyrir landinu þegar fréttastofa Stövðar 2 hitti hann á Keflavíkurflugvelli. Aðspurður sagðist hafa aldrei hafa komið hingað fyrr en hann hefði heyrt að landið væri fagurt. Vinur hans hefði ráðlagt honum í fyrra að sækja landið heim. Hann væri spenntur fyrir landinu, fólkið væri frábært og hann væri með flottan stimpil í vegabréfinu. Kappinn var alveg til í að taka að sér fleiri verkefni. Hann sagði að ef Clint Eastwood sæi fréttina vonaði hann að Eastwood réði hann í nýju myndina sína, Flags of Our Fathers. Hann væri til reiðu í þessari viku. En það eru fleiri á landinu en gengi Eastwoods. Schneider sagðist í léttum tóni reyna að elta Cameron Diaz hvert sem hún færi. Hann hringdi í hana. Þá sagði hann spennandi að Eastwood væri á landinu. Hann væri frá Norður-Kaliforníu og að þeir væru hrifnir af sama veitingastaðnum. Svo virðist sem Schneider sé eini leikarinn sem gerir sér ferð hingað til lands til að kynna kvikmynd en í myndinni leikur hann góðhjartaða karlhóru sem fær hjartað til að slá hraðar. Aðspurður hvort hann myndi dreifa símanúmerum fyrir karlhóruna sagði Schenider að Deuce Bigalow hefði aldrei komið til Íslands áður. Hér væru eflaust margir viðskiptavinir sem kynnu að meta svalt veður. „Sjáum hvað setur. Karlhóran er tilbúin,“ sagði Schneider.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.