Lífið

KK og Lucky One bandið hita upp fyrir Kínaferð

KK og gamla Lucky One bandið er á leiðinni til Kína til að taka þátt í 7. alþjóðlegu listahátíðinni í Shanghai. Kristjáni var upphaflega boðið að koma í fyrra en gat það ekki sökum anna. Síðustu vikurnar hefur hann verið að æfa með gömlum félögum og hefur bandið aldrei verið þéttara. Í tilefni af Kínaferðinni verða haldnir tónleikar á Nasa í Reykjavík fimmtudaginn 13. október n.k. Þarna er á ferðinni stórkostlegt band á þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Þeir munu taka lög af öllum ferli KK þar sem blúsinn, spilagleðin og krafturinn ræður ríkjum. Einstakir tónleikar alveg einstakra tónlistarmanna. Lög eins og: Lucky One, True to you, Wake me, Álfablokkin og Þjóðvegur 66 verða örugglega á efnisskránni ásamt ótal fleiri lögum. Miðaverð aðeins 1.000 kr. Forsala hefst fimmtudaginn 6. október á midi.is og í verslunum Skífunnar.  Miðasala verður einnig við innganginn á tónleikadag. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21.30. Aðeins verða þessir einu tónleikar. Gamla Lucky One bandið skipa þeir: KK - Gítar, munnharpa og söngur Eyþór Gunnarsson - Hljómborð, ásláttur og raddir. Þorleifur Guðjónsson - Bassi og raddir Þorsteinn Einarsson - Gítar og raddir Sigurður Flosason - Saxafónn og ásláttur Erik Qvick - Trommur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.