Sport

Maradona á safn

Diego Maradona mun, þrátt fyrir offitu, lyfjavandamál og hjartaflökt, leika sinn síðasta knattspyrnuleik í október næstkomandi og mun leikurinn fara fram á þeim velli sem Maradona naut hvað mestrar virðingar á ferlinum; í Napoli. Þetta ákvað kappinn um jólin og vill hann þannig þakka aðdáendum sínum stuðninginn á fyrri árum. Verði draumurinn að veruleika munu þátt taka í leiknum fjöldi leikmanna Napoli frá árinum þegar Maradona lék með félaginu taka þátt í leiknum og mótherjarnir að líkindum aðrir leikmenn ítölsku deildarinnar frá þeim tíma. Þessi ákvörðun goðsins var tilkynnt á sama tíma og safn honum til heiðurs var opnað með pompi og prakt í borginni. Má þar sjá treyjur, skó og aðra þá hluti sem tengdust litríkum knattspyrnuferli Maradona og ætlar hann sjálfur að skoða safnið þegar að leiknum kemur seint á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×