Innlent

Neyðarblys sást á lofti í Hafnarfirði

Flugmálastjórn tilkynnti um neyðarblys í Hafnarfirði til Neyðarlínunar laust fyrir klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send út til leitar ásamt björgunarliði og björgunarbátum. Auk Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út bátar og skip á nærliggjandi slóðum sem tóku einnig þátt í leitinni. Leitin beindist einkum að hafsvæðinu milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar. Upp úr miðnætti var leitinni hætt en engar tilkynningar höfðu borist um að báts væri saknað. Ekki er vitað hvort blysið hafi komið af sjó eða landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×