Sport

Jarosik semur við Chelsea

Tékkneski landsliðsmaðurinn Jiri Jarosik hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við enska úrvaldsdeildarfélagið Chelsea. Hinn 27 ára gamli Tékki, sem sumir vilja meina að sé nýr Vieira, fór í læknisskoðun í dag sem hann stóðst með glans. Búist var við að Jarosik myndi aðeins fara til Chelsea á lánssamningi út leiktíðina, en nú hefur hann skrifað undir samning og hlýtur þetta að setja spurningarmerki við meint kaup Chelsea á Steven Gerrard, en Gerrard hefur stöðugt verið orðaður við Lundúnaliðið að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×