Lífið

Síðasti bærinn í Óskarsforval

Stuttmyndin Síðasti Bærinn eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaunin á Huesca International Film Festival sem haldin var á Spáni dagana 9. - 18. júní. Myndin fékk einnig sérstaka tilnefningu frá gagnrýnendum. Fyrir vikið er Síðasti bærinn komin í forval vegna Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands segir að að Síðasti bærinn hafi verið sigursæl á hátíðum undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars verið valin besta stuttmyndin á Nordisk Panorama 2004, esta stuttmyndin á Kiev International Film Festival Molodist 2004 og fékk Edduverðlaunin í sínum flokki árið 2004. Auk þess hefur sjónvarpsstöðin Arte í Frakklandi keypt sýningarrétt á myndinni. Síðasti Bærinn fjallar um aldraðan bónda sem er orðinn einn eftir í dalnum ásamt konu sinni þar sem aðrir bæir eru komnir í eyði. Mikið er að þeim hjónum lagt að bregða búi og flytja í þéttbýlið. Með aðalhlutverk fer Jón Sigurbjörnsson en með önnur hlutverk fara Kristjana Vagnsdóttir, Sigurður Skúlason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Arnheiður Steinþórsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.