Innlent

RKÍ og Sjóvá semja um vátryggingar

Rauði kross Íslands og Sjóvá-Almennar hafa skrifað undir samstarfssamning um vátryggingaviðskipti. Samningurinn felur meðal annars í sér að Sjóvá tryggir sjúkrabíla Rauða krossins og sendifulltrúa við hjálparstörf erlendis á vegum félagsins. Jafnframt mun Sjóvá styrkja starfsemi Rauða krossins á næstu árum. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, fagnaði við undirskrift samningsins að Sjóvá hefði gerst einn af bakhjörlum félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×