Innlent

10 milljarða tjón í Reykjavík

Samkvæmt útreikningum Sjóvár var heildarkostnaður vegna slysa í umferðinni í Reykjavík ekki undir 10 milljörðum króna á síðasta ári. Gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar eru orðin tjónahæstu gatnamótin og taka við þeim vafasama titli af gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar sem hafa verið tjónahæst í mörg ár. 9200 umferðaróhöpp voru tilkynnt til tryggingafélaganna samkvæmt sömu útreikningum og rúmlega ellefu hundruð slösuðust. Í óhöppunum skemmdust 18.600 bílar. Um 54 prósent allra tjóna á landinu urðu í Reykjavík en auk þess urðu um 16 prósent tjóna í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þó að algengustu tjónin séu bakktjón eru það aftanákeyrslur sem valda mestum áhyggjum. Þar slasast flestir eða rúmlega 520 manns, sem eru rúmlega 47 prósent slasaðra í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×