Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2025 16:18 Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð vegna losunarheimilda daginn eftir að félagið varð gjaldþrota. Vísir/Vilhelm Daginn eftir gjaldþrot Play átti flugfélagið að standa skil greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun segir að Ísland njóti sérstöðu hvað varðar greiðslu losunarheimilda. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og Orkustofnun var kolefnislosun Play 165.000 tonn á síðasta ári og átti uppgjör vegna þessarar losunar að fara fram þann 30. september, daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins. Mbl.is greindi fyrst frá. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða- og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, staðfestir í samtali við fréttastofu að kolefnislosun Play á síðasta ári hafi verið 165 þúsund tonn. Play hafi fengið rúmlega 44 þúsund gjaldfrjáls tonn vegna losunar á síðasta ári og því má áætla að flugfélagið hafi þurft að kaupa heimild fyrir losun 121 þúsund tonna. Senda út áminningarpósta Verð hverrar einingar var um 75 evrur þann 30. september og má því áætla að upphæðin sem Play hefði átt að borga sé rúmir 1,3 milljarðar. Ef ekki er greitt fyrir heimildir fyrir gjalddaga þá bætist við 100 evru sekt á hvert tonn sem losað er. Einar segir að stofnunin hafi ekki átt sérstök samskipti við Play vegna yfirvofandi gjalddaga og þeirrar staðreyndar að flugfélagið hafði ekki greitt fyrir sínar heimildir. „Það eru sendir út áminningarpóstar en við sjáum síðan bara hvort það sé búið að borga eða ekki.“ Ísland eina landið með endurgjaldslausar losunarheimildir Í byrjun árs 2024 tóku gildi nýjar reglur hjá Evrópusambandinu vegna losunarheimilda þar sem fasa átti út endurgjaldslausar heimildir. Fyrst átti að minnka heimildir um 25% og svo um 50% árið eftir og engar slíkar yrðu í boði frá og með næsta ári. Árið 2023 sömdu íslensk stjórnvöld hins vegar við Evrópusambandið um losunarheimildir fyrir árin 2025 og 2026. Ekki er þó um að ræða viðbótarlosunarheimildir heldur fengu íslensk stjórnvöld heimild til þess að ráðstafa heimildum Íslands til flugfélaganna. Kostnaðurinn fellur því í raun á ríkið sem annars hefði getað selt þessar auknu heimildir á opnum markaði og fengið tekjur af. Tekjutap ríkisins gæti numið allt að þremur milljörðum króna vegna þessa á þessu og næsta ári. Aðspurður hvort gerð verði krafa í þrotabú flugfélagsins þar sem Play hafi ekki staðið í skilum segir Einar að reynt hafi á slíkt þegar WOW Air varð gjaldþrota árið 2019. Þá hafi málið strandað á því að Umhverfis- og Orkustofnun var ekki eigandi kröfunnar vegna losunarheimilda. „Ég geri ráð fyrir að það verði lögð sekt á þá sem taka við, hvort sem það verði þrotabúið eða aðrir. Síðan þarf að skoða betur hvort lagaramminn hafi breyst, hvort við séum kröfuhafi losunarheimilda eða einhver annar. Við þurfum að eiga samtöl við ESB og EFTA hvað það varðar,“ sagði Einar Halldórsson teymisstjóri hjá Umhverfis- og Orkustofnun. Gjaldþrot Gjaldþrot Play Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og Orkustofnun var kolefnislosun Play 165.000 tonn á síðasta ári og átti uppgjör vegna þessarar losunar að fara fram þann 30. september, daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins. Mbl.is greindi fyrst frá. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða- og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, staðfestir í samtali við fréttastofu að kolefnislosun Play á síðasta ári hafi verið 165 þúsund tonn. Play hafi fengið rúmlega 44 þúsund gjaldfrjáls tonn vegna losunar á síðasta ári og því má áætla að flugfélagið hafi þurft að kaupa heimild fyrir losun 121 þúsund tonna. Senda út áminningarpósta Verð hverrar einingar var um 75 evrur þann 30. september og má því áætla að upphæðin sem Play hefði átt að borga sé rúmir 1,3 milljarðar. Ef ekki er greitt fyrir heimildir fyrir gjalddaga þá bætist við 100 evru sekt á hvert tonn sem losað er. Einar segir að stofnunin hafi ekki átt sérstök samskipti við Play vegna yfirvofandi gjalddaga og þeirrar staðreyndar að flugfélagið hafði ekki greitt fyrir sínar heimildir. „Það eru sendir út áminningarpóstar en við sjáum síðan bara hvort það sé búið að borga eða ekki.“ Ísland eina landið með endurgjaldslausar losunarheimildir Í byrjun árs 2024 tóku gildi nýjar reglur hjá Evrópusambandinu vegna losunarheimilda þar sem fasa átti út endurgjaldslausar heimildir. Fyrst átti að minnka heimildir um 25% og svo um 50% árið eftir og engar slíkar yrðu í boði frá og með næsta ári. Árið 2023 sömdu íslensk stjórnvöld hins vegar við Evrópusambandið um losunarheimildir fyrir árin 2025 og 2026. Ekki er þó um að ræða viðbótarlosunarheimildir heldur fengu íslensk stjórnvöld heimild til þess að ráðstafa heimildum Íslands til flugfélaganna. Kostnaðurinn fellur því í raun á ríkið sem annars hefði getað selt þessar auknu heimildir á opnum markaði og fengið tekjur af. Tekjutap ríkisins gæti numið allt að þremur milljörðum króna vegna þessa á þessu og næsta ári. Aðspurður hvort gerð verði krafa í þrotabú flugfélagsins þar sem Play hafi ekki staðið í skilum segir Einar að reynt hafi á slíkt þegar WOW Air varð gjaldþrota árið 2019. Þá hafi málið strandað á því að Umhverfis- og Orkustofnun var ekki eigandi kröfunnar vegna losunarheimilda. „Ég geri ráð fyrir að það verði lögð sekt á þá sem taka við, hvort sem það verði þrotabúið eða aðrir. Síðan þarf að skoða betur hvort lagaramminn hafi breyst, hvort við séum kröfuhafi losunarheimilda eða einhver annar. Við þurfum að eiga samtöl við ESB og EFTA hvað það varðar,“ sagði Einar Halldórsson teymisstjóri hjá Umhverfis- og Orkustofnun.
Gjaldþrot Gjaldþrot Play Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira