Óvíða stífari löggjöf 18. júlí 2005 00:01 Á undanförnum árum hefur mikið borið á uppátækjum auglýsenda til að vekja athygli á bjór eða léttvíni með slíkum hætti að mörgum þyki lög sem um þetta gilda vera fótum troðin. Nú síðast ögraði Nóatún túlkun margra á þessum lögum með því að veita hverjum gasgrillkaupanda bjór svo lengi sem hann var yfir lögaldri. Lyktir urðu þær að Nóatún hætti þessum bjórgjöfum eftir að hafa borist beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að láta af þeim. Í þessu tilfelli líkt og mörgum öðrum hafa málalok þó ekki orðið til að skerpa tilfinningu manna fyrir þessum lögum sem fæstir virðast sáttir við. Bitnar á íslenskum framleiðendum "Löggjöfin eins og hún er í dag mismunar íslenskum bjór- og vínframleiðendum sem geta með takmörkuðum hætti auglýst vörur sínar meðan allt úir og grúir af erlendum áfengisauglýsingum á gervihnattastöðvunum, internetinu og í erlendum tímaritum," segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson. Þessu eru allir framleiðendur, auglýsendur og vín- og bjórinnflytjendur sem Fréttablaðið hafði samband við sammála. Einn víninnflytjandi segir það viðgangast að þeir sem fari á svig við lögin komi vörum sínum frekar á framfæri en þeir sem virði þau. Sem dæmi um þetta nefnir hann að bjór er auglýstur í því yfirskyni að um sé að ræða léttöl og hafa sumir gengið svo langt í þessum efnum að þeir eru farnir að auglýsa bjórtegund sem léttöl þó að ekkert léttöl sé til af þeirri tegund. Guðrún Björk Geirsdóttir, deildarstjóri víndeildar Austurbakka, segir mikils misræmis gæta vegna þessarar löggjafar. "Mér finnst það afskaplega skrítið að ég geti auglýst léttvín og bjór í tímaritinu Atlantica og öðrum tímaritum sem lesin eru í háloftunum þó að þar séu mikið til sömu lesendur og eru að lesa Fréttablaðið þar sem ég má hins vegar ekki auglýsa," segir Guðrún. Enn fremur benda söluaðilar og auglýsingafólk á til að ítreka misræmið að á íþróttaviðburðum og jafnvel bloggsíðum fyrir börn og unglinga séu áfengisauglýsingar tíðar og því séu hömlur löggjafarinnar löngum búnar að missa marks í þessu opna og tæknivædda nútímasamfélagi. Áfengisauglýsingar verða alltaf til í opnu samfélagi "Það er engin leið að framfylgja banni við auglýsingum á áfengi nema þá með því að loka fyrir gervihnattastöðvar, internetið og innfluttning á erlendum tímaritum og ég held að það sé nú ekki til umræðu," segir Ingólfur Hjörleifsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsendastofa. "Við fagfólk á auglýsingastofum lítum venjulega svo á að ef einhver má selja vöru þá hlýtur hinn sami að mega auglýsa hana. En svo hefur okkur þótt sjálfsagt að settar séu einhverjar hömlur eins og til dæmis hvað varðar tóbak sem sýnt hefur verið fram á að er stórskaðlegt heilsu fólks. Við í SÍA höfum því lagt til að gerð verði fagleg rannsókn á breyttu lífsmynstri fólks svo að umræðan geti farið upp úr þessu tilfinningalega þrætustigi og í framhaldi af því ætti að endurskoða löggjöfina," bætir Ingólfur við. Tilslakanir eða ekki? "Ég tel eðlilegast að leyfa auglýsingar á bjór og léttvíni innan skynsamlegra marka svo að þessum línudansi fari nú að linna," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Vifilfelli, og endurspeglar þar skoðun framleiðenda, innflytjenda og auglýsenda sem Fréttablaðið náði tali af. Lýðheilsustöð hefur hins vegar bent á að rannsóknir sem gerðar hafa verið bendi til þess að tilslakanir í áfengismálum hafa haft aukna áfengisneyslu í för með sér sem síðan hefur leitt til fleiri slysa og sjúkdóma. Bendir stöðin á að rekja megi dauðsföll 600 þúsund Evrópubúa á einu ári til áfengisneyslu og því gildi ekki venjuleg markaðssjónarmið í þessum málum. Auglýsingar óvíða bannaðar Ísland er meðal fárra þjóða þar sem algjört bann ríkir við auglýsingum á bjór og léttu víni. Þó ganga Norðmenn mun lengra í sinni löggjöf en þar er óheimilt að auglýsa drykki sem innhalda 2,5% áfengi eða meira. Auk þess er kveðið á um að léttöl og bjór verði að vera í ólíkum umbúðum svo ekki sé hægt að auglýsa bjór undir þeim formerkjum að um sé að ræða léttöl. Hins vegar eru víðast sett skilyrði fyrir áfengisauglýsingum þar sem þær eru leyfðar. Til dæmis eru áfengisauglýsingar óheimilar í sjónvarpi og hljóðvarpi í Belgíu og fleiri löndum. Á Spáni má ekki auglýsa áfengi sem er sterkara en 23% í sjónvarpi og ekki er heimilt að sjónvarpa áfengisauglýsingu fyrir klukkan hálf tíu á kvöldin. Frá fjármálaráðuneytinu bárust þau svör að ekki væri von á að nýjum lögum um áfengisauglýsingar eða sölu á áfengi. Á undanförnum árum hefur mikið borið á uppátækjum auglýsenda til að vekja athygli á bjór eða léttvíni með slíkum hætti að mörgum þyki lög sem um þetta gilda vera fótum troðin. Nú síðast ögraði Nóatún túlkun margra á þessum lögum með því að veita hverjum gasgrillkaupanda bjór svo lengi sem hann var yfir lögaldri. Lyktir urðu þær að Nóatún hætti þessum bjórgjöfum eftir að hafa borist beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að láta af þeim. Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Á undanförnum árum hefur mikið borið á uppátækjum auglýsenda til að vekja athygli á bjór eða léttvíni með slíkum hætti að mörgum þyki lög sem um þetta gilda vera fótum troðin. Nú síðast ögraði Nóatún túlkun margra á þessum lögum með því að veita hverjum gasgrillkaupanda bjór svo lengi sem hann var yfir lögaldri. Lyktir urðu þær að Nóatún hætti þessum bjórgjöfum eftir að hafa borist beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að láta af þeim. Í þessu tilfelli líkt og mörgum öðrum hafa málalok þó ekki orðið til að skerpa tilfinningu manna fyrir þessum lögum sem fæstir virðast sáttir við. Bitnar á íslenskum framleiðendum "Löggjöfin eins og hún er í dag mismunar íslenskum bjór- og vínframleiðendum sem geta með takmörkuðum hætti auglýst vörur sínar meðan allt úir og grúir af erlendum áfengisauglýsingum á gervihnattastöðvunum, internetinu og í erlendum tímaritum," segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson. Þessu eru allir framleiðendur, auglýsendur og vín- og bjórinnflytjendur sem Fréttablaðið hafði samband við sammála. Einn víninnflytjandi segir það viðgangast að þeir sem fari á svig við lögin komi vörum sínum frekar á framfæri en þeir sem virði þau. Sem dæmi um þetta nefnir hann að bjór er auglýstur í því yfirskyni að um sé að ræða léttöl og hafa sumir gengið svo langt í þessum efnum að þeir eru farnir að auglýsa bjórtegund sem léttöl þó að ekkert léttöl sé til af þeirri tegund. Guðrún Björk Geirsdóttir, deildarstjóri víndeildar Austurbakka, segir mikils misræmis gæta vegna þessarar löggjafar. "Mér finnst það afskaplega skrítið að ég geti auglýst léttvín og bjór í tímaritinu Atlantica og öðrum tímaritum sem lesin eru í háloftunum þó að þar séu mikið til sömu lesendur og eru að lesa Fréttablaðið þar sem ég má hins vegar ekki auglýsa," segir Guðrún. Enn fremur benda söluaðilar og auglýsingafólk á til að ítreka misræmið að á íþróttaviðburðum og jafnvel bloggsíðum fyrir börn og unglinga séu áfengisauglýsingar tíðar og því séu hömlur löggjafarinnar löngum búnar að missa marks í þessu opna og tæknivædda nútímasamfélagi. Áfengisauglýsingar verða alltaf til í opnu samfélagi "Það er engin leið að framfylgja banni við auglýsingum á áfengi nema þá með því að loka fyrir gervihnattastöðvar, internetið og innfluttning á erlendum tímaritum og ég held að það sé nú ekki til umræðu," segir Ingólfur Hjörleifsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsendastofa. "Við fagfólk á auglýsingastofum lítum venjulega svo á að ef einhver má selja vöru þá hlýtur hinn sami að mega auglýsa hana. En svo hefur okkur þótt sjálfsagt að settar séu einhverjar hömlur eins og til dæmis hvað varðar tóbak sem sýnt hefur verið fram á að er stórskaðlegt heilsu fólks. Við í SÍA höfum því lagt til að gerð verði fagleg rannsókn á breyttu lífsmynstri fólks svo að umræðan geti farið upp úr þessu tilfinningalega þrætustigi og í framhaldi af því ætti að endurskoða löggjöfina," bætir Ingólfur við. Tilslakanir eða ekki? "Ég tel eðlilegast að leyfa auglýsingar á bjór og léttvíni innan skynsamlegra marka svo að þessum línudansi fari nú að linna," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Vifilfelli, og endurspeglar þar skoðun framleiðenda, innflytjenda og auglýsenda sem Fréttablaðið náði tali af. Lýðheilsustöð hefur hins vegar bent á að rannsóknir sem gerðar hafa verið bendi til þess að tilslakanir í áfengismálum hafa haft aukna áfengisneyslu í för með sér sem síðan hefur leitt til fleiri slysa og sjúkdóma. Bendir stöðin á að rekja megi dauðsföll 600 þúsund Evrópubúa á einu ári til áfengisneyslu og því gildi ekki venjuleg markaðssjónarmið í þessum málum. Auglýsingar óvíða bannaðar Ísland er meðal fárra þjóða þar sem algjört bann ríkir við auglýsingum á bjór og léttu víni. Þó ganga Norðmenn mun lengra í sinni löggjöf en þar er óheimilt að auglýsa drykki sem innhalda 2,5% áfengi eða meira. Auk þess er kveðið á um að léttöl og bjór verði að vera í ólíkum umbúðum svo ekki sé hægt að auglýsa bjór undir þeim formerkjum að um sé að ræða léttöl. Hins vegar eru víðast sett skilyrði fyrir áfengisauglýsingum þar sem þær eru leyfðar. Til dæmis eru áfengisauglýsingar óheimilar í sjónvarpi og hljóðvarpi í Belgíu og fleiri löndum. Á Spáni má ekki auglýsa áfengi sem er sterkara en 23% í sjónvarpi og ekki er heimilt að sjónvarpa áfengisauglýsingu fyrir klukkan hálf tíu á kvöldin. Frá fjármálaráðuneytinu bárust þau svör að ekki væri von á að nýjum lögum um áfengisauglýsingar eða sölu á áfengi. Á undanförnum árum hefur mikið borið á uppátækjum auglýsenda til að vekja athygli á bjór eða léttvíni með slíkum hætti að mörgum þyki lög sem um þetta gilda vera fótum troðin. Nú síðast ögraði Nóatún túlkun margra á þessum lögum með því að veita hverjum gasgrillkaupanda bjór svo lengi sem hann var yfir lögaldri. Lyktir urðu þær að Nóatún hætti þessum bjórgjöfum eftir að hafa borist beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að láta af þeim.
Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira