Krákan kvað Nixon ómögulegan 18. júlí 2005 00:01 Flestir Íslendingar hafa einhvern tíma komið til Eden í Hveragerði. Reyndar eru erlendu ferðamennirnir einnig ófáir sem leggja leið sína þangað en það virðist vera hefð fyrir því hjá rútubílstjórum að koma við í Eden á ferðum sínum um Suðurland. Bragi Einarsson heitir eigandi þessa griðarstaðar og hefur verið það í tæp fimmtíu ár. En nú fer að verða breyting þar á því Bragi hefur ákveðið að selja Eden. "Það hefur aldrei verið meira að gera en nú og aðsóknin vex með hverju ári," segir Bragi þegar hann er spurður hvort nýr verslunarkjarni í Hveragerði sem er upp við þjóðveginn hafi ekki dregið úr aðsókninni hjá sér. "Útlendingunum fjölgar þó mest, ætli ég fái ekki nær alla erlenda ferðamenn sem til landsins koma," bætir hann sposkur við. Bragi hefur vakið athygli manna á Eden með ýmsum hætti í gegnum árin og eflaust muna einhverjir eftir kráku einni sem þar hélt til á sjöunda og áttunda áratugnum, Bragi útskýrir málið. "Ég var með kráku hérna sem hét Margrét og hún gat talað íslensku, dönsku og svo hrafl í ensku. Hún vakti oft kátínu hjá gestunum og mér er sérlega minnisstætt þegar bandarískir ferðamenn komu hingað og voru að ræða um mál sem þá voru ofarlega á baugi og því varð þeim tíðrætt um Nixon. En um leið og Margrét heyrði Nixon nefndan á nafn kvað hún við "no good!" og hristi hausinn. Þótti Bandaríkjamönnunum þetta til merkis um það að menn og dýr á norðurhjara veraldar væru vel að sér í heimsmálunum," segir Bragi og hlær við endurminningunni. Myndlistarsýningar eru tíðar í Eden og segir Bragi að oftast sé langur biðlisti eftir að fá að sýna í salnum. Bragi tekur hins vegar ekkert fyrir og segir nærveru myndlistamannanna vera næga borgun. "En nú er hins vegar kominn tími til að hætta þessu meðan ég stíg ennþá í báða fætur og láta yngri og kraftmeiri menn um hituna. Það verður svo örugglega ágætt að vakna upp til nýs veruleika," segir hann að lokum. Innlent Menning Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Flestir Íslendingar hafa einhvern tíma komið til Eden í Hveragerði. Reyndar eru erlendu ferðamennirnir einnig ófáir sem leggja leið sína þangað en það virðist vera hefð fyrir því hjá rútubílstjórum að koma við í Eden á ferðum sínum um Suðurland. Bragi Einarsson heitir eigandi þessa griðarstaðar og hefur verið það í tæp fimmtíu ár. En nú fer að verða breyting þar á því Bragi hefur ákveðið að selja Eden. "Það hefur aldrei verið meira að gera en nú og aðsóknin vex með hverju ári," segir Bragi þegar hann er spurður hvort nýr verslunarkjarni í Hveragerði sem er upp við þjóðveginn hafi ekki dregið úr aðsókninni hjá sér. "Útlendingunum fjölgar þó mest, ætli ég fái ekki nær alla erlenda ferðamenn sem til landsins koma," bætir hann sposkur við. Bragi hefur vakið athygli manna á Eden með ýmsum hætti í gegnum árin og eflaust muna einhverjir eftir kráku einni sem þar hélt til á sjöunda og áttunda áratugnum, Bragi útskýrir málið. "Ég var með kráku hérna sem hét Margrét og hún gat talað íslensku, dönsku og svo hrafl í ensku. Hún vakti oft kátínu hjá gestunum og mér er sérlega minnisstætt þegar bandarískir ferðamenn komu hingað og voru að ræða um mál sem þá voru ofarlega á baugi og því varð þeim tíðrætt um Nixon. En um leið og Margrét heyrði Nixon nefndan á nafn kvað hún við "no good!" og hristi hausinn. Þótti Bandaríkjamönnunum þetta til merkis um það að menn og dýr á norðurhjara veraldar væru vel að sér í heimsmálunum," segir Bragi og hlær við endurminningunni. Myndlistarsýningar eru tíðar í Eden og segir Bragi að oftast sé langur biðlisti eftir að fá að sýna í salnum. Bragi tekur hins vegar ekkert fyrir og segir nærveru myndlistamannanna vera næga borgun. "En nú er hins vegar kominn tími til að hætta þessu meðan ég stíg ennþá í báða fætur og láta yngri og kraftmeiri menn um hituna. Það verður svo örugglega ágætt að vakna upp til nýs veruleika," segir hann að lokum.
Innlent Menning Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira