Innlent

Útlit fyrir gjöfula skíðavertíð í Hlíðarfjalli

Meiri snjór er nú í Hlíðarfjalli en mörg undanfarin ár og útlit fyrir að Akureyringar fái langa og gjöfula skíðavertíð. Starfsmenn Skíðastaða eru búnir að troða brekkurnar og í dag var unnið að lokafrágangi á skíðalyftunum. Framkvæmdir við uppsetningu á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli hófust 11. ágúst í sumar.

Meiri snjór er nú í Hlíðarfjalli en mörg undanfarin ár og útlit fyrir að Akureyringar fái langa og gjöfula skíðavertíð. Starfsmenn Skíðastaða eru búnir að troða brekkurnar og í dag var unnið að lokafrágangi á skíðalyftunum.

Ekki hefur verið opnað svo snemma vetrar síðan árið 1981. Færið er að sögn staðarhaldara mjög gott, það sé troðinn, þurr snjór og það gerist vart betra. Þeir eiga von á mörgum í fjallið enda hafa margir höfuðborgarbúar hringt og forvitnast um færið.

 

Framkvæmdir við uppsetningu á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli hófust 11. ágúst í sumar. Sjö afkastamiklar snjóbyssur verða notað við framleiðsluna og voru þær fluttar upp í Hlíðarfjall í dag. Kostnaður við búnaðinn og uppsetningu hans er áætlaður 110 milljónir króna. Búist er við að framleiðsla hefjist eftir tvær vikur og staðarhaldarar vona að það verði áfram kalt svo hægt verði að búa til mikinn snjó til að styrkja það sem fyrir er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×