Rannsókn á öllum einkavæðingum 18. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún fylgist sérstaklega með söluferli Landssímans. Formaður Vinstri-grænna segir hins vegar að ítarlega opinbera rannsókn þurfi á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. Það er að verða fastur liður í upphafi þingfunda að stjórnarandstæðingar spyrji um sölu Símans og svo var einnig í dag þegar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, varpaði fram spurningum til forsætisráðherra. Halldór Ásgrímsson upplýsti að hann hefði átt fund með ríkisendurskoðanda um að koma að málinu. Hann kvaðst vænta þess að Alþingi treysti sinni eftirlitsstofnun til að hafa eftirlit með málinu, eins og öllum örðum Þetta svar dugði Steingrími ekki. Hann sagði að Ríkisendurkoðun hefði þegar gert úttekt á framkvæmd einkavæðingar stjórnarinnar og gefið henni lága einkunn. Því miður hefði ríkisstjórnin lítið lært af þeirri úttekt. Hins vegar þurfi ítarlega opinbera rannsókn á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. Forsætisráðherra brást hart við þessum orðum og spurði hvort Steingrímur treysti ekki lengur Ríkisendurskðun sem eftirlitsstofnun Alþingis. Ef svo væri það alvarlegt mál því stofnunin heyri beint undir Alþingi. „Það er verið að reyna að gera hluti tortryggilega sem hefur verið farið yfir og skýrslum skilað um,“ sagði Halldór. Forsætisráðherra fékk aðra fyrirspurn um Símann frá eigin flokksmanni sem vildi vita hvort til greina kæmi að nota söluandvirðið til samgönguframkvæmda. Athygli vakti að Halldór nefndi sérstaklega eina framkvæmd, Sundabraut, sem hann sagði þurfa að fjármagna sérstaklega og sagði auðvitað koma til greina að ráðstafa hluta af andvirði sölu Símans til framkvæmdarinnar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Forsætisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún fylgist sérstaklega með söluferli Landssímans. Formaður Vinstri-grænna segir hins vegar að ítarlega opinbera rannsókn þurfi á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. Það er að verða fastur liður í upphafi þingfunda að stjórnarandstæðingar spyrji um sölu Símans og svo var einnig í dag þegar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, varpaði fram spurningum til forsætisráðherra. Halldór Ásgrímsson upplýsti að hann hefði átt fund með ríkisendurskoðanda um að koma að málinu. Hann kvaðst vænta þess að Alþingi treysti sinni eftirlitsstofnun til að hafa eftirlit með málinu, eins og öllum örðum Þetta svar dugði Steingrími ekki. Hann sagði að Ríkisendurkoðun hefði þegar gert úttekt á framkvæmd einkavæðingar stjórnarinnar og gefið henni lága einkunn. Því miður hefði ríkisstjórnin lítið lært af þeirri úttekt. Hins vegar þurfi ítarlega opinbera rannsókn á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. Forsætisráðherra brást hart við þessum orðum og spurði hvort Steingrímur treysti ekki lengur Ríkisendurskðun sem eftirlitsstofnun Alþingis. Ef svo væri það alvarlegt mál því stofnunin heyri beint undir Alþingi. „Það er verið að reyna að gera hluti tortryggilega sem hefur verið farið yfir og skýrslum skilað um,“ sagði Halldór. Forsætisráðherra fékk aðra fyrirspurn um Símann frá eigin flokksmanni sem vildi vita hvort til greina kæmi að nota söluandvirðið til samgönguframkvæmda. Athygli vakti að Halldór nefndi sérstaklega eina framkvæmd, Sundabraut, sem hann sagði þurfa að fjármagna sérstaklega og sagði auðvitað koma til greina að ráðstafa hluta af andvirði sölu Símans til framkvæmdarinnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira