Erlent

Norskt skemmiferðaskip í brotsjó

Norkst skemmtiferðaskip skemmdist töluvert þegar meira en tuttugu metra hár brotsjór skall á því á laugardaginn. Fjórir farþegar ferjunnar, sem var á leið til New York, slösuðust í óhappinu og sjór flæddi inn í meira en sextíu klefa. Þá mölbrotnuðu fjölmargir gluggar í ferjunni þegar aldan skall á henni. Að sögn skipverja náði aldan alla leið upp á þilfar á tíundu hæð skipsins. Mikill ótti og ringulreið gripu þegar um sig meðal meira en tvö þúsund farþega skipsins. Gert var við ferjuna seinni hluta laugardags og í gær lagði hún aftur af stað og kemur væntanlega til New York síðar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×