Innlent

Nýjar kartöflur eftirsóttar

Fyrsta uppskera ársins af nýjum íslenskum kartöflum úr Þykkvabænum sem komu í verslanir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun kláruðust úr hillum verslana á nokkrum klukkustundum. Um lítið magn var að ræða enda þurfa bændur að tjalda ýmsu til að koma vöru sinni þetta snemma á markaðinn en margir biðu greinilega óþreyjufullir og voru nýju kartöflurnar horfnar aftur fljótlega eftir hádegi í þeim verslunum sem þær buðu. Neytendur þurfa þó ekki að örvænta. Meira magn mun berast í dag og næstu daga í verslanir á ný og ættu því allir sem vilja að fá nóg og óþarfi að óttast frekari skort. Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi að Skarði, segir að uppskeran sé góð miðað við árferði fyrr í vor og segir þess ekki langt að bíða að hægt verði að taka upp mun meira magn en nú er. "Ekki vantar eftirspurnina og ekki skemmir fyrir að við bændur fáum mun betri verð fyrir nýja uppskeru og ekki veitir af."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×