Innlent

Aron Pálmi fær námssjóð

Stuðningshópur Arons Pálma Ágústssonar sem situr í stofufangelsi í Texas í Bandaríkjunum mun á morgun leggja hálfa milljón króna í sérstakan námssjóð fyrir Aron Pálma, en hann verður tuttugu og tveggja ára á morgun. Stuðningshópurinn hefur unnið að lausn Arons Pálma síðustu mánuði og segir í tilkynningu frá hópnum að þess sé vænst að þessi gjöf muni efla honum þrótt til að takast á við sínar erfiðu aðstæður í Texas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×