Innlent

Vill útskýringu ráðuneytisins

Forsvarsmenn Félags eldri borgara í Reykjavík gengu á fund umboðsmanns Alþingis í síðustu viku í leit að svörum um hvort breytingar í reglugerðum Heilbrigðisráðuneytisins gengu þvert á lög um almannatryggingar. Breytingar þessar hafa stöðvað greiðslur Tryggingastofnunar til fjölmargra ellilífeyrisþega.

Umboðsmaður hefur því farið fram á að heilbrigðisráðuneytið rökstyðji á hvaða lagagrundvelli breytingarnar voru gerðar og ber ráðuneytinu að svara ekki síðar en 1. desember. "Við vonumst auðvitað til að reglugerðin verði einfaldlega dregin til baka," segir Margrét Margeirsdóttir, formaður félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×