Lífið

Útgáfutónleikum Hildar Völu frestað vegna veikinda

Fyrirhuguðum útgáfutónleikum Hildar Völu sem áttu að fara fram á morgun í Salnum Kópavogi hefur verið frestað vegna veikinda. Hildur Vala hefur verið með flensu síðan á fimmtudag en flensunni hefur fylgt mikill hiti og mikil hálsbólga. Í tilkynningu frá aðstandendum tónleikanna segir að önnur dagsetning verði auglýst á www.salurinn.is og www.hildurvala.is á þriðjudaginn. Þeim sem eiga miða á tónleikana og myndu vilja fá endurgreitt er bent á að hafa samband við Salinn í síma 5 400 700 á þriðjudaginn en miðarnir gilda að sjálfsögðu á næstu dagsetningu þegar hún verður auglýst. Aðstandendur Hildar Völu og hún sjálf biðjast augljóslega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.