Erlent

Kanslaravald Merkel skert

Angela Merkel mun þurfa að sætta sig við hömlur á valdi sínu sem kanslari í samsteypustjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna. Þetta sögðu forystumenn úr báðum flokkum í gær, daginn eftir að kunngjört var að Merkel yrði kanslari í slíkri samsteypustjórn ef samningar  um málefnasamning. Franz Müntefering, formaður þýska jafnaðarmannaflokksins SPD, sagði að þótt í stjórnarskránni væri kveðið á um rétt kanslara til að móta stjórnarstefnuna væri "ekki raunhæft" að Merkel nýtti sér þann rétt til fulls. "Hver sem leyfir sér að gera það í samsteypustjórn veit að þar með springur stjórnarsamstarfið," sagði Müntefering í sjónvarpsviðtali. Þegar að ríkisstjórn stæðu tveir jafnstórir flokkar yrði að vera fullt samráð um allar helstu ákvarðanir. Framámenn í flokki Merkel hafa viðurkennt að svigrúm hennar í kanslaraembættinu verði takmarkað. "Að kanslarinn stefnuna í samsteypustjórn er aðeins mögulegt í mjög litlum skömmtum," sagði Edmund Stoiber, sem mun ásamt Merkel fara fyrir stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir hönd kristilegra, en þær hefjast formlega strax eftir helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×