Erlent

The Times segir dóminn áfall

Þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst því yfir að hann haldi sér til hlés í fjárfestingum á meðan málaferli gegn honum standa yfir er ákvörðun Hæstaréttar Íslands í fyrradag áfall. Þetta segir Lundúnablaðið Times í umfjöllun sinni. Ákvörðun Hæstaréttar um að vísa beri frá 32 af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu svonefnda var til umfjöllunar í helstu dagblöðum Bretlands. Financial Times rekur ákvörðun dómaranna og viðbrögð sakborninga við þeim, meðal annars Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs. „Þessi langvarandi málarekstur hefur valdið miklu uppnámi á Íslandi vegna stöðu hr. [Jóns Ásgeirs] Jóhannessonar og umsvifa hans á Bretlandi," segir í niðurlagi greinarinnar. The Times greinir frá því að Hæstiréttur hafi vísað öllum meiri háttar ákærum á hendur Baugi frá en eftir standi ákærur sem snúa að persónulegum viðskiptum Jóns Ásgeirs. Blaðið vitnar í óháða lögmenn sem segja málið alvarlegt þar sem Jóni er gefið að sök að hafa vísvitandi falsað skjöl. „Áframhaldandi málarekstur er áfall fyrir hr. Jóhannesson sem hefur lýst því yfir að hann muni ekki fara út í verulegar fjárfestingar á meðan málið hefur ekki verið til lykta leitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×