Erlent

Ný tilskipun um neytendalán

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nýja tillögu að tilskipun um neytendalán. Evrópusamtök neytenda telja meðal annars að með nýju tillögunni séu ekki settar strangar reglur um ýmis atriði eins og yfirdráttarlán og kreditkort þrátt fyrir að þörf sé á reglum á þessum sviðum. Hins vegar sé kveðið á um rétt neytenda til að greiða upp lán fyrir umsamdan tíma gegn hóflegu gjaldi. Slíkt gjald geti verið neikvætt fyrir neytendur. Lán, sem eru tryggð með veði í fasteign, falla ekki undir gildissvið nýju tillögunnar. Slík lán ættu að falla undir nýja tilskipun um veðlán en óljóst er hvenær sú tilskipun mun líta dagsins ljós.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×