Erlent

18 lögreglumenn drepnir í Helmand

Átján afganskir lögreglumenn létust og fjórir særðust í fyrirsát uppreisnarmanna í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í gærkvöld. Ekki hafa borist fregnir af því hvaða hópur uppreisnarmanna stóð að tilræðinu en haft er eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Afganistans að til bardaga hafi komið milli lögreglu og uppreisnarmanna í kjölfarið. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þeim átökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×