Erlent

Búist við dauðadómi

Í dag hófust á Balí réttarhöld yfir níu Áströlum sem ákærðir eru fyrir stórfengleg á heróíni. Afbrot þeirra eru litin alvarlegum augum og magnið sem haldlagt var í apríl síðastliðnum, rúm átta kíló, þykir svo mikið að jafnvel er búist við dauðadómi. Í hópnum eru átta karlar og ein kona og voru burðardýrin fjögur handtekin á flugvellinum á Balí eftir umfangsmiklar rannsóknir. Forsprakkar voru handteknir skömmu síðar á hóteli. Á undanfrönum árum hafa yfirvöld á Bali beitt erlenda eiturlyfjasmyglara hörðum refsingum og í maí síðastliðnum var áströlsk kona dæmt í tuttugu ára fangelsi fyrir að smygla maríjúana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×