Erlent

Segist ekki hafa verið drukkinn

Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem í fyrradag var barinn var af lögreglunni í New Orleans, sagði í samtali við fjölmiðla í gær, að hann hafi ekki drukkið í 25 ár og hafi því ekki verið ölvaður eins og lögreglan heldur fram. Þá segir lögreglan hann hafa streist á móti þegar hann var settur í handjárn en myndband sem náðist af atburðinum sýnir þó annað. Davis hafði nýlega snúið aftur til síns heima eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir svæðið og var á leið út í búð til að kaupa sígarettur þegar lögreglan réðst á hann. Málið hefur valdið mikilli reiði í landinu en lögreglumönnunum hefur verið vikið frá störfum tímabundið og verður málið tekið fyrir á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×